Eins og kunnugt er sótti Árneshreppur um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var tekinn inn í verkefnið í haust. Nú boðar verkefnisstjórn til íbúafundar í Árneshreppi á þriðjudaginn 28. nóv. kl. 14-16:30. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá Árneshreppi, Byggðastofnun og Fjórðungssambandi Vestfirðinga auk fulltrúa íbúa. Í fundarboði segir að áríðandi sé að sem flestir íbúa Árneshrepps mæti og taki virkan þátt í fundinum. Rætt verður um leiðir til að styrkja byggð í sveitarfélaginu og markmið lögð fram til umræðu.