21/11/2024

Íbúafjöldi í sveitarfélögum 1000

Eitt af þeim málum sem eru til umræðu á Alþingi í dag er frumvarp fimm þingmanna Samfylkingar um breytingar á sveitastjórnarlögum á þá leið að lágmarks íbúafjöldi í einu sveitarfélagi verði 1.000 í stað 50 eins og nú er. Miðað er við þriggja ára aðlögunartíma þannig að lágmarksstærðin yrði þessi við næstu sveitarstjórnarkosningar og þá lögbundin sameining. Erfitt er að sjá hvernig Strandir koma út úr slíkri sameiningu vegna dreifbýlis og vegalengda, því það er rétt á mörkunum að það nægi að sameina t.d. allt héraðið og Reykhólahrepp svo dæmi sé tekið.

Flutningsmaður frumvarpsins er Jóhann Ársælsson þingmaður Norðvesturkjördæmis. Íbúafjöldi í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum er undir 1000 nema í Ísafjarðarbæ.