23/12/2024

Íbúafjöldi á Ströndum svipaður síðustu ár

Íbúafjöldi á Ströndum hefur staðið nokkurn veginn í stað síðustu árin, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fyrir fjórum árum, þann 1. des 2006, voru íbúar í sveitarfélögunum fjórum á Ströndum samtals 758. Þann 1. desember 2010 eru þeir einum fleiri eða 759 samtals. Til samanburðar voru íbúar á Vestfjarðakjálkanum (að Ströndum meðtöldum) 7.470 árið 2006, en eru nú 7.129. Þeim hefur því fækkað á þessum fjórum árum um 341 og munar um minna.
 


Sé litið lengra aftur í tímann voru Strandamenn á heimavelli 828 árið 2002 og þá voru Vestfirðingar samtals 7.930.