22/12/2024

Í nógu að snúast hjá Björgunarsveitinni Húnum

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Björgunarsveitinni Húnum við að aðstoða bílstjóra sem lenda í ógöngum á Holtavörðuheiði síðustu daga. Í gærkvöld var óskað eftir aðstoð sveitarinnar en þýskur ferðamaður lenti þá í hremmingum og utan vegar á bíl sínum norðan í háheiðinni. Farið var á Húna 4 frá Borðeyri og bíllinn dreginn upp á veginn og gat ferðamaðurinn haldið ferð sinni áfram og vonandi klakklaust til síns heima. Þetta er í þriðja skipti í vikunni sem björgunarsveitin fer til aðstoðar á heiðinni, eins og lesa má um á http://123.is/hunar.