22/12/2024

Hver að verða síðastur að sækja um menningarstyrki

Kotbýli kuklarans

Umsóknarfrestur til Menningarráðs Vestfjarða rennur út á miðnætti föstudaginn 13. júní, þannig að nú er hver að verða síðastur að senda inn umsókn. Hægt er að sækja um styrki í tveimur flokkum, annars vegar verkefnastyrki til afmarkaðra menningarverkefna og hins vegar stofnkostnaðar- og rekstrarstyrki fyrir menningarstofnanir. Fjölmargar umsóknir hafa þegar borist menningarráðinu vegna margvíslegra verkefna, en reynslan hefur verið sú að langflestar umsóknir berast síðasta umsóknardaginn. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og leiðbeiningar um gerð styrkumsókna má finna á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga www.vestfirdir.is.