30/10/2024

Hvalavaða á Steingrímsfirði

Mikil fjöldi stórhvala hefur haldið sig á Steingrímsfirði í dag og mikill hamagangur átt sér stað úti á firðinum, þar sem hægt var að fylgjast með þeim úr nokkurri fjarlægð að stökkva og blása. Nokkrir Hólmvíkingar fóru í hvalaskoðunarferð í dag og tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is slóst með þeim í förina. Farið var á Hafbörgu ST og skipstjóri í ferðinni var Richard Guðmundsson en Guðmundur Viktor, Benedikt Pétursson og Ásbjörn Nói fjögurra ára afmælisbarn voru í áhöfn og fylgdust agndofa með þessum risaskepnum leika sér í firðinum milli þess sem þær köfuðu eftir fæðu.

Þetta virtust vera í bland hnúfubakar og hrefnur, bæði fullorðin dýr og kálfar. Dýrin héldu sig nokkuð innan við Reykjanesið meðan skoðunarferðin stóð yfir, en þau hafa verið að færa sig innar eftir firðinum síðan snemma í morgun, en þá urðu Hólmvíkingar fyrst varir við blásturinn frá þeim í nokkrum fjarska. Menn höfðu það á orði að ef basknesku hvalfangararnir væru enn með hvalstöð í Hveravík, þá hefðu þeir ekki setið auðum höndum í blíðviðrinu í dag. Í haust var staðfest að þar hafi verið hvalstöð snemma á 17. öld og leitt að því líkum að bátsmennirnir hafi haft útkíkk-aðstöðu á Reykjanesinu, þar sem sér yfir allan fjörð.

1

bottom

frettamyndir/2005/580-hvalur_02.jpg

frettamyndir/2005/580-hvalur_08.jpg

frettamyndir/2005/580-hvalur_07.jpg

frettamyndir/2005/580-hvalur_05.jpg

frettamyndir/2005/580-hvalur_03.jpg

natturumyndir/580-hvalur_01.jpg


Rikki, Guðmundur Viktor og Bjössi Péturs ásamt Ásbirni Nóa sem upplifi það á fjögurra ára afmælinu sínu að nánast snerta hvali.

Ljósm.: Sigurður Atlason