22/12/2024

Hvað er að gerast á Ströndum?

Tekið hefur verið í notkun nýtt atburðadagatal hér á strandir.saudfjarsetur.is sem er að finna efst í neðri tenglaröðinni á vinstri hönd. Þar verður í framtíðinni hægt að sjá hvað er framundan í héraðinu hvort sem um íþróttamót er að ræða, fundi, dansleiki, guðsþjónustur, drauganiðurkvaðningar eða hvaða aðra atburði sem fólk vill koma á framfæri. Til að koma inn atburðum í dagatalið er best að senda tölvupóst á strandir@strandir.saudfjarsetur.is eða galdrasyning@holmavik.is.

Lesa meira…