30/10/2024

Hús á ferðinni

Húsum fækkaði um eitt í Tungusveit við Steingrímsfjörð í dag, en fjölgaði að sama skapi í Staðarsveit. Húsið sem Líni heitinn í Húsavík (Ingólfur Franklín Jónsson) átti heima í var þá flutt inn að Kirkjubóli í Staðardal. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Ásdís Jónsdóttir – fylgdist með þegar húsið fór fram hjá og smellti af myndum. Hópur göngufólks sem var að koma í áttina frá Hermannslundi á leiðinni til Hólmavíkur hefur væntanlega orðið svolítið hissa þegar bíll með húsið brunaði framhjá og á meðfylgjandi mynd má sjá einn göngumanninn labba á undan og annan við hlið bílsins.

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir