23/12/2024

Hundur í óskilum

Hljómsveitin í essinu sínuHljómsveitin Hundur í óskilum treður upp í Félagsheimili Hólmavíkur mánudaginn 4. apríl kl. 8:30. Þar munu börn í Grunnskólanum á Hólmavík fjölmenna á tónleika sem eru í boði átaksverkefnisins Tónlist fyrir alla. Á þessari vefsíðu má fræðast meira um hljómsveitina, en hún þykir með eindæmum fyndin og er nýlega búin að gera garðinn frægan í útlöndum þar sem hún hitaði upp fyrir Stuðmenn á frægum tónleikum í Royal Albert Hall.

Myndir af vefsíðu hljómsveitarinnar.