22/12/2024

Hreinsunardagur í kirkjugarðinum á Hólmavík

 Kl. 16:00 í dag fer fram hreinsunardagur í kirkjugarðinum á Hólmavík. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta með klórur og minni garðáhöld til að gera fínt í garðinum. Að sögn Sólrúnar Jónsdóttur sóknarnefndarformanns í Hólmavíkursókn fá sjálfboðaliðar sem mæta á svæðið bakkelsi og góðar veitingar.