Gríðarleg þátttaka var í síðustu könnun hér á vefnum og voru alls 1036 atkvæði greidd í könnun um hvort menn vildu hreindýr á Strandir. Er það nálægt íbúafjölda á Ströndum fyrir um það bil 10-12 árum. Það voru hins vegar miklu mun færri sem greiddu þessi atkvæði og sömu aðilar kusu margsinnis, t.d. greiddi einn og sami maður yfir 100 sinnum atkvæði í strikklotu með Já endilega undir það síðasta. Það er sem sagt ekkert að marka niðurstöðuna og verður líklega aldrei þegar spurt er um eitthvað sem skiptar skoðanir eru um.
Sennilega verður þetta til þess að við gerum aldrei könnun um neitt sem skiptir máli hér eftir. En til að gleðja þá sem vilja raunverulega fá hreindýr á Strandir, þá útveguðum við á vefnum strandir.saudfjarsetur.is einn hreindýrskálf til að sjá hvernig dýrin falla að landslagi hér um slóðir.
Hreindýr á Strandir?
|
Já endilega, strax í vor |
|
Nei, alls ekki |
|
Jájá, reyna eitthvað nýtt |
|
Það getur vel verið |
|
Nei, líst frekar illa á það |
|
Fjöldi þátttakenda |
: 1036 |
Hreindýrskálfur við Gjögur
Hreindýr við Kistuna