30/10/2024

Hrafnkels saga á Hólmavík

Í vikunni kom Stopp-leikhópurinn með sýningu sem byggir á Hrafnkels sögu Freysgoða til Hólmavíkur.  Valgeir Skagfjörð gerði leikgerðina upp úr þessari þekktu Íslendingasögu. Leikhópurinn, sem samanstóð af Eggerti Kaaber (sem er af Ennisættinni) og Sigurþóri A. Heimissyni, sýndi í Félagsheimilinu á Hólmavík og mættu öll börnin í grunnskólanum á sýninguna, en einnig voru allir aðrir sem áhuga höfðu boðnir velkomnir. Skemmtu áhorfendur sér hið besta. Hér að neðan gefur að líta myndir frá sýningunni.

1

bottom

atburdir/2005/400-hrafnkels1.jpg

Frá sýningunni á Hrafnkels sögu – ljósm. Ester Sigfúsdóttir