22/12/2024

Horn á höfði! á Drangsnesi

580-drangsnesi

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Drangsnesi frumsýna barna- og fjölskyldusöngleikinn Horn á höfði föstudaginn 18. mars kl. 19:00 í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Boðið verður upp á veitingar að sýningu lokinni. Miðaverð er 2500 kr. fyrir 16 ára og eldri 1500 kr. fyrir 3-16 ára, veitingar eru innifaldar í verðinu. Athugið að fimmtudaginn 17. mars næstkomandi verður opin æfing á verkinu kl. 17:00 í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi og gefst þá þeim sem ekki eiga heimangengt á föstudeginum að sjá sýninguna. Sýningarnar eru hluti af árshátíð skólans og Barnamenningarhátíð Vestfjarða í Strandabyggð.