22/12/2024

Horfið frá klasasamstarfi í Vaxtarsamningum

Hólmavíkurklasi - ljósm. JJÍ fréttum Ríkisútvarpsins á annan í jólum kom fram að Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að Vaxtarsamningar verði með breyttu sniði næstu árin og byggist ekki á klasasamstarfi líkt og áður. Þetta kom fram í tengslum við endurnýjun Vaxtarsamnings Eyjafjarðar sem rennur út um áramótin, en nýr samningur með breyttu sniði hefur verið kynntur. Ekki verður áfram unnið með klasa heldur verður starfræktur sjóður sem hægt verður að sækja um styrki í og verður sambærileg breyting gerð á öllum Vaxtarsamningum á landinu. Sambærilegir vaxtarsamningar eru í gildi á Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðurlandi og Vestmannaeyjum.