30/10/2024

Hörður Torfason með tónleika á Reykhólum

Á vefnum reykholar.is segir frá því að söngvaskáldið Hörður Torfa heldur tónleika í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum kl. 20.30 í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. nóvember. Búast má við nýju tónlistarefni í bland við gamalkunnugt og sígilt. Tónleikarnir eru á vegum Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi sem nýlega var endurvakið. Hægt verður að kaupa kaffi og sérlega ódýrar rjómavöfflur. Aðgangseyrir er kr. 1.800 og vakin athygli á að enginn posi er á staðnum. Heimasíða Harðar Torfa er á slóðinni www.hordurtorfa.com.