22/12/2024

Hólmavíkurkirkja til sýnis í London

Mynd af Hólmavíkurkirkju er meðal verka á ljósmyndasýningu Örlygs Hnefils Örlygssonar sem opnaði í London í gær. Sýningin ber nafnið Colors of Iceland og gefur þar að líta myndir af mannlífi og götum Íslands. "Ég tók kirkjumyndina á Hamingjudögum í fyrra en á þá góðu hátíð kem ég alltaf. Þetta er ein af sérstæðustu kirkjum landsins og staðsetning hennar yfir bænum gerir hana einnig sérstaklega myndræna. Myndirnar á sýningunni eru ekki þessar hefðbundnu landslagsmyndir sem prýða póstkort, heldur reyni ég að sýna liti mannlífsins, götur og hús," segir Örlygur Hnefill.

Sýningin sem er á Paddington í London, var opnuð í gær og stendur þar til í janúar á næsta ári.

Hólmavíkurkirkja – ljósm. Örlygur Hnefill Örlygsson