Í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöld kom fram að Félagsmála-ráðuneytið hefur krafið 11 sveitarfélög á landinu um skýringar á hallarekstri þess á síðasta ári. Í þessum hópi er Hólmavíkurhreppur. Önnur sveitar- og bæjarfélög sem fá sambærilega fyrirspurn eru Ísafjarðarbær, sveitarfélagið Skagafjörður, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Mýrdalshreppur. Þá þurfa fimm sveitarfélög á Austurlandi að gera grein fyrir sínum málum – Vopnafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur og Breiðdalshreppur. Þessum sveitarfélögum ber að gera grein fyrir taprekstri og aðgerðum sem fara á í til að laga stöðuna.
Eystra hefur mikil uppbygging verið í mörgum sveitarfélögum í tengslum við framkvæmdir sem þar eru í gangi og talið er að tekjur af erlendu verkafólki hafi þar verið ofmetnar við áætlanagerð. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem starfar undir Félagsmálaráðuneyti hefur eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á landinu.