23/12/2024

Hólmavíkurhreppur fundar

Skrifstofa HólmavíkurhreppsÁ morgun, þriðjudag, verður hreppsnefndarfundur hjá Hólmavíkurhreppi og hefst hann klukkan 17:00 á skrifstofu hreppsins. Hreppsnefndarfundir eru opnir öllum þeim sem hlýða vilja á. Dagskrá fundarins hefur verið auglýst eftir venju og er eftirfarandi:

Fundarefni:

  1. Erindi frá Valdemar Guðmundssyni að sett verði á laggirnar Menningarmálanefnd Hólmavíkur.
  2. Erindi frá Félagi skipstjórnarmanna um umboð til kjarasamningsgerðar fyrir félagsmenn.
  3. Erindi frá Sjávarútvegsráðuneyti um tillögur að úthlutun byggðakvóta fyrir Hólmavíkurhrepp.
  4. Erindi frá Vátryggingarfélagi Íslands hf. ásamt tillögu að samkomulagi um vátryggingar.
  5. Erindi frá Ólöfu Jónsdóttur og Reyni Stefánssyni frá Hafnardal.
  6. Fyrirkomulag snjómoksturs á Langadalsströnd.
  7. Erindi frá Félagsmálaráðuneyti um áætlaðar heildargreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2005.
  8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 10. desember 2004.

Samkvæmt fundarboði er gert ráð fyrir að eftirtaldir hreppsnefndarmenn sitji fundinn:

  • Haraldur V.A. Jónsson
  • Elfa Björk Bragadóttir
  • Valdemar Guðmundsson
  • Eysteinn Gunnarsson
  • Kristín S. Einarsdóttir