26/12/2024

Hólmavíkurhreppur fagnar árangri skólans

Það var glaumur og gleði á Café Riis í hádeginu þar sem öllum nemendun Grunnskólans á Hólmavík var boðið af Hólmavíkurhreppi í heljarmikla pizzuveislu til að fagna árangri skólans í sjávarútvegsvefs-samkeppninni þar sem Hólmavíkurskóli bar eftirminnilega sigur úr býtum. Krakkarnir létu sig ekki muna um að hesthúsa nærri því 40 pizzum af stærstu gerð og ríkti mikið fjör og kæti í veislunni eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Hólmvíkingar allir sem einn eru afar stoltir af ungviði sveitarfélagsins fyrir þennan glæsilega árangur. Café Riis verður opið í kvöld frá kl. 18:00-20:00 ef aðrir íbúar skyldu vilja gæða sér á pizzu eftir vinnudaginn.

1

bottom

164

holmavik/grunnskolinn/2005/350-pizzuveisla0001.jpg

holmavik/grunnskolinn/2005/350-pizzuveisla0003.jpg

holmavik/grunnskolinn/2005/350-pizzuveisla0005.jpg

holmavik/grunnskolinn/2005/350-pizzuveisla0006.jpg

holmavik/grunnskolinn/2005/350-pizzuveisla0008.jpg