30/10/2024

Hólmavík í tímans rás

Það þykir mörgum gaman að velta fyrir sér breytingum sem verða á nánasta umhverfi sínu með tíð og tíma. Hér að neðan er samsett mynd þar sem efri hluti hennar er myndaður árið 1973 yfir plássið á Hólmavík og neðri hutinn er myndaður í dag, 32 árum síðar. Mest áberandi er breytingin með tilkomu uppfyllingarinnar, sem hefur breytt ásýnd Hólmavíkur meira en flest annað. Margar smærri breytingar er gaman að velta fyrir sér, s.s. að stór og mikill skorsteinn á beinamjölsverksmiðjunni er horfinn og að myndarlegt barrtré hefur teygt sig hátt til himins í garði við Brunnagötu. En myndirnar talar sínu máli.


Ljósm.: Þórarinn Reykdal og Sigurður Atlason