26/12/2024

Höfnin í Norðurfirði stækkuð

Höfnin í Norðurfirði
Fram kemur á vef Rúv í nýrri frétt að ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir til að stækka höfnina í Norðurfirði. Verktakafyrirtækið Tígur í Súðavík tekur að sér verkið og er kostnaður um 23 milljónir. Árneshreppur mun fjármagna verkefnið að hluta og er áætlað að framkvæmdir hefjist síðar í þessum mánuði. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, telur að með stækkun hafnarinnar muni fleiri smábátaeigendur sjá hag sinn í því að gera út frá Norðurfirði, þaðan sem stutt er á miðin.