22/12/2024

Höfðingleg gjöf til Dagrenningar

Formennirnir Stefán Jónsson og Ragnheiður IngimundardóttirBjörgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík hefur borist höfðingleg gjöf frá Kvenfélaginu Glæðum á Hólmavík. Konur úr kvenfélaginu afhentu sveitinni sjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf í kaffisamsæti í húsi sveitarinnar Rósubúð á föstudagskvöldið síðasta. Frá þessu er sagt á vef Dagrenningar – www.123.is/dagrenning – og þar er einnig að finna margar myndir frá samkomunni. Á vef Dagrenningar segir að Björgunarsveitin vilji færa Kvenfélaginu bestu þakkir fyrir gjöfina og þann stuðning sem kvenfélagskonur hafa sýnt í gegnum árin.

Hjartastuð

frettamyndir/2008/580-hjartastud3.jpg

Ljósmyndir af vefnum www.123.is/dagrenning.