23/12/2024

Hleypur frá Reykjavík til Ísafjarðar


Þessa dagana er Óskar Jakobsson á hlaupum frá Reykjavík til Ísafjarðar og hefur ferðalagið yfirskriftina Hlaupið heim. Ferðalagið hefur gengið afbragðsvel og var hlaupið hálfnað í dag eftir að Óskar lagði Þröskulda að baki. Við vegamótin við Hrófá beið nokkur hópur Strandamanna eftir kappanum og hljóp og hjólaði með honum 6 kílómetra til Hólmavíkur. Með uppátækinu er Óskar að safna fyrir ungan dreng, Finnboga Örn Rúnarsson, eins og nánar má fræðast um á Fésbókarsíðu verkefnisins https://www.facebook.com/Hlaupidheim.

bottom

2013frettir/645-hlaupidheim3.jpg

Hlaupið áleiðis – ljósm. Jón Jónsson