Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær, þann 12. ágúst, var fjallað um bréf frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna ásamt úttekt skipatæknifræðings vegna bátsins Hilmis ST-1, en hann hefur staðið við höfðann á Hólmavík eftir að hafa verið dreginn á land fyrir rúmum áratug. Í úttekt skipatæknifræðingsins kom fram að báturinn er ónýtur og líklegra sé auðveldara og ódýrara að smíða nýjan bát frekar en að endurbyggja hann. Sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði að senda erindi til félagsins Mumma, sem var stofnað til að varðveita bátinn, um að hann verði fjarlægður fyrir árslok. Því er líklegt að dagar Hilmis séu senn taldir.
Staðsetning Hilmis var á sínum tíma nokkuð umdeild og reyndar er óhætt að fullyrða að hún hafi verið það alla tíð. Skipið hefur þó vissulega sett svip á bæinn og vakið athygli ferðamanna og gesta. Hilmir hefur einu sinni verið málaður eftir að hann kom á land, en er nú verulega farinn að láta á sjá og aldrei hefur verið gengið að fullu frá umhverfinu í kringum bátinn, en þar var á sínum tíma skipulagt grænt svæði sem átti að vera í umsjón sveitarfélagsins.
Ljósm. Jón Jónsson.