23/12/2024

Hildur Guðjónsdóttir verður skólastjóri í Grunnskólanum á Hólmavík

640-endurskinsvesti1Hildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í eins árs tímabundið starf skólastjóra Grunn- og tónskóla Hólmavíkur. Hún tekur við starfinu af Bjarna Ómari Haraldssyni nú um mánaðarmótin. Staðan var auglýst tímabundið, en verið er að vinna úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í Strandabyggð. Alls bárust 3 umsóknir um starfið, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Hildur var áður aðstoðarskólastjóri við skólann, en sú staða hefur nú verið auglýst laus til umsóknar. Frestur til að sækja um þá stöðu er til 13. ágúst.