22/12/2024

Heyskap lokið í Árneshreppi

Heyskap lauk á fimmtudaginn hjá bændum í Árneshreppi í gær. Þá var síðasta háin (seinni sláttur) slegin og hirt. Heyskapur gekk erfiðlega í Árneshreppi eins og víðar á Ströndum í sumar. Hafist var handa rétt um miðjan júlí og gekk sæmilega fram að verslunarmannahelgi, en eftir það var vætutíð. Þótt bændur slægju í þurru var komin súld eða rigning næsta dag, enn helst þarf að þurka heyið í einn dag svo vel sé áður en rúllað er. Bændur urðu oft að taka til þess ráðs að rúlla heyið í súld, þótt það sé ekki gott. Bændur í Árneshreppi telja sig vera komna með næg hey fyrir veturinn þótt heyfengurinn sé misjafn að gæðum.

frettamyndir/2005/400-heyskapur-arneshr.jpg

bottom

1

Frá heyskap og hirðingu í Árneshreppi – ljósm. Jón G.G.