Á morgun laugardaginn 10. mars verður haldið Héraðsmót Héraðssambands Strandamanna í badminton í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 10. mars. Mótið hefst kl. 13:00 og er ljóst að þátttaka verður mjög góð. Keppt verður í tvíliðaleik í opnum flokki (ekki skipt í kyn eða aldursflokka). Mótið er ætlað keppendum 14 ára og eldri og þátttökugjald er kr. 500.- pr. mann. Verðlaun verða veitt fyrir efstu sætin, en áhersla er lögð á spilagleði og skemmtan! Skráningarblað liggur frammi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, en einnig er hægt að skrá sig hjá Arnari S. Jónssyni framkvæmdastjóra HSS með því að senda póst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.