Viðtal: Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins á Ströndum
Á 64. ársþingi Héraðssambands Strandasýslu (HSS) sem fram fór á Kaffi Norðurfirði í maí síðastliðnum var tilkynnt um úrslit í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 á Ströndum. Að þessu sinni var það Hadda Borg Björnsdóttir í Þorpum sem hlaut afgerandi kosningu og var vel að sigrinum komin. Formaður HSS, Vignir Örn Pálsson, afhenti Höddu veglegan farandbikar við þetta tækifæri. Hadda er 18 ára Strandamær og náði fréttamaður strandir.saudfjarsetur.is tali af henni og fékk að spyrja hana örfárra spurninga.
Kom það þér á óvart þegar þú vannst titilinn?
Já mjög svo, ég var plötuð í Árneshreppinn á fund hjá HSS fyrir Ungmennafélagið Hvöt, svo þegar að það var tilkynnt að ég væri íþróttamaður ársins hélt ég að það væri djók.
Í hvaða íþróttum keppirðu?
Aðallega hástökki, en stundum körfu og fótbolta, en svo er ég líka í flestöllum öðrum frjálsum íþróttum.
Með hvaða félagi keppirðu?
Þegar ég keppi á Héraðsmótum keppi ég fyrir Hvöt en annars HSS.
Æfirðu mikið?
Ég hef ekki verið í reglulegum æfingum núna, nei.
Já ég held það. Ég stefni á að komast í FH (Fimleikafélag Hafnafjarðar) og svo ætla ég að reyna að komast í íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum.