Í vikunni sem var að líða var færð á vegum í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum misjöfn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, og voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Á mánudag var ekið á ljósastaur á Engjavegi á Ísafirði en ekki er vitað hver var valdur að tjóninu. Á þriðjudag hafnaði bifreið út af Djúpvegi við Arnarnes. Ekki urðu slys á fólki og litlar skemmdir á ökutæki. Á miðvikudag hafnaði bifreið út af Djúpvegi, skammt frá Súðavík, þar urðu heldur ekki slys á fólki og litlar skemmdir. Í öllum þessum tilfellum var snjókoma og lélegt skyggni. Þá sinnti lögregla nokkrum aðstoðarbeiðnum ökumanna vegna veðurs og ófærðar.
Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.