22/12/2024

Heimabingó Sauðfjársetursins hefst á fimmtudag

645-bingo-sigur

Heimabingó Sauðfjárseturs á Ströndum er að fara af stað og verða tölur sem dregnar eru á hverjum degi birtar á strandir.saudfjarsetur.is, Facebook-síðu Sauðfjársetursins og á auglýsingatöflu í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Heimabingó fer þannig fram að áhugasamir kaupa miða og síðan eru nokkrar tölur dregnar daglega. Þeim fækkar þó hægt og sígandi, eftir því sem spennan eykst. Fái menn bingó hafa þeir samband við Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins í s. 823-3324. Hjá henni er líka hægt að kaupa bingómiða og verða miðar í boði áfram, þótt útdrátturinn sjálfur sé kominn af stað. Fyrstu tölur verða birtar á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember. Með Ester á meðfylgjandi mynd eru hamingjusamir sigurvegarar í heimabingóinu í fyrra.