Sauðfjársetrið ætlar á næstu vikum að standa fyrir heimabingói á Ströndum. Það fer þannig fram að á næstunni verða boðin bingóspjöld til sölu fyrir þá sem vilja taka þátt. Heimabingóið hefst svo mánudaginn 26. nóvember, en þá verða dregnar tölur á hverjum degi og þær birtar á fyrirfram ákveðnum tíma á strandir.saudfjarsetur.is, facebooksíðu Sauðfjársetursins og í Kaupfélaginu á Hólmavík. Dregnar verða út 10 tölur 5 fyrstu dagana, síðan 3 tölur á dag 4 sinnum og loks ein tala á dag. Allt spjaldið er spilað og ef menn fá vinning hringja þeir í síma 823-3324 til að láta vita. Hafa má samband við Ester í sama síma til að kaupa spjöld eða fá nánari skýringar.
Veglegir vinningar eru í boði fyrir fimm fyrstu sem fá bingó, m.a. margvísleg gjafavara, konfekt og hangilæri, gjafabréf frá Ferðaþjónustu bænda, Café Riis og Bláa lóninu.