22/12/2024

Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík sameinuð sjö öðrum

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti í dag umfangsmiklar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu í landinu. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. mars næstkomandi. Með tillögunum á að nást sparnaður í heilbrigðiskerfinu upp á 6,7 milljarða króna miðað við upphafleg drög að fjárlögum, þar af 1,3 milljarður vegna skipulagsbreytinga. Miklar breytingar verða gerðar á skipulagi og stjórnun á landinu öllu og stofnunum fækkað verulega. Þannig verða til dæmis allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi, auk sambærilegra stofnanna á Hólmavík og Hvammstanga, sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi.