22/12/2024

Heiðupartý í Kópavogi

Foreldrar og frænka Heiðu Ólafs eru tilbúin í slaginnÆttingjar og vinir Heiðu Ólafs fyrir sunnan hafa skipulagt Heiðukvöld í Kópavogi annað kvöld og þangað er öllum stuðningsmönnum Heiðu Ólafs í úrslitakeppni Idolkeppninnar velkomið að mæta. Idolpartýið verður á veitingastaðnum Shooter í Engihjalla í Kópavogi og þar verður sýnt frá úrslitakeppninni á risaskjá. Samkoman er opin allri fjölskyldunni meðan húsrúm leyfir. Enginn vafi er á að stemningin þar verður ekki síðri en á æskuslóðum Heiðu á Hólmavík.

 

.

Elsa Björk og Óli Bjössi, foreldrar Heiðu Ólafs eru tilbúin í slaginn. Þau fara væntanlega beint á Shooter eftir útsendinguna í Smáralind.