22/11/2024

Heiðubolir afgreiddir á morgun

heiðubolirnir verða afgreiddir á Galdrasýningunni frá kl. 10:00 - 17:00 á morgunHeiðubolirnir sem fjöldi Strandamanna hefur skráð sig fyrir kaupum á verða til afgreiðslu á Galdrasýningunni á morgun, föstudaginn 11. mars frá kl. 10:00 – 17:00. Verðið á bolnum er 1000 kr. og tekið er á móti öllum greiðslukortum. Yfir 130 bolir voru seldir í forsölu. Þeir bolir sem ekki verða sóttir og greiddir fyrir kl. 17:00 verða seldir öðrum en nokkur fjöldi manna áttaði sig ekki á því í tíma að panta sér boli. Þetta er gert til að fyrirbyggja að Strandagaldur standi uppi með ósóttar pantanir og kostnað því samfara. Ef um ósóttar pantanir verða að ræða þá verða þeir bolir auglýstir á Strandamannaspjallinu kl. 18:00.

.
Elsa Björk og Óli Bjössi taka sig vel út í bolunum – enda styðja þau að sjálfsögðu vel við bakið á Heiðu dóttur sinni og þá ekki síður hundurinn í fangi Elsu Bjarkar, sem gefur Heiðu sinni uppörvandi blikk.