22/12/2024

Hegrar vísitera Steingrímsfjörð

150-hegriÞegar Gunnar Logi Björnsson á Hólmavík var á leiðinni í Skarðsrétt í Bjarnarfirði í gær rak hann augun í undarlega fugla. Í fjöruborðinu inn við Grjótá í Steingrímsfirði voru fuglar sem virðast vera gráhegrar. Auðvitað var myndavélin meðferðis og Gunnar festi mynd af þessum furðufugli á minniskubbinn. Ekki var með nokkru móti hægt að fá fuglana til að upplýsa hvað þeir eru að flækjast hér um slóðir eða hvert þeir fara næst og hvenær, en það er vonandi að þessir glæsilegu fuglar verði eitthvað áfram á sveimi hér á Ströndum.

580-hegri

Er þetta ekki örugglega gráhegri? – ljósm. Gunnar Logi Björnsson