04/11/2024

Hauststillur á Hólmavík


Veðrið hefur verið einstaklega fallegt á Ströndum síðustu daga, logn og heiðskírt. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur notað tækifærið og tekið allmargar myndir á Hólmavík og nágrenni, eins og sést hefur á vefnum síðustu daga. Hér kemur ein syrpan til viðbótar, en meðfylgjandi myndir eru teknar á föstudeginum 19. október. Morgunsólin varpar gulri og hlýrri birtu á þorpið og himinn og haf eru fagurblá. Listaverkið Seiður dregur athyglina að sér og svo er alltaf gaman að taka myndir í logni af bryggjunni af Hólmavíkurkirkju og húsunum í þorpinu.

0

null

frettamyndir/2012/645-amst4.jpg

frettamyndir/2012/645-amst6.jpg

frettamyndir/2012/645-amst2.jpg

Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson