30/10/2024

Haustball Átthagafélagsins

Árlegt haustball Átthagafélags Strandamanna verður haldið um næstu helgi, laugardaginn 15. október. Ballið verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, og opnar húsið kl. 22:00. Hljómsveitin Klassík með Hauki Ingibergssyni og Smára Eggertssyni verður með öll nýju og gömlu klassísku danslögin. Miðaverð er aðeins kr. 1.000.- og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér gesti.