30/10/2024

Hasar í kassabílarallýi á Hamingjudögum

Fjöldi kappakstursbíla voru mættir í kassabílarallýið sem fór fram á Hamingjudögum á Hólmavík í gær. Þar gaf að líta afrakstur kassabílasmiðjunnar í vikunni sem leið og fékk inni hjá Handverkshúsi Hafþórs. Keppnin fór fram á Höfðagötu og ekinn var einn hringur í hverri umferð. Eins og sjá má á myndum sem kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is tók af rallýinu var mikil hamingja í gangi meðan keppnin fór fram. Lagið sem hljómar undir er Hamingjudagalagið í ár eftir Ásdísi Jónsdóttur í flutningi Salbjargar Engilbertsdóttur. Upptakan fór fram í úrslitakeppninni þann 21. maí sl. Diskinn er meðal annars hægt að kaupa á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík.