23/12/2024

Handverkssýning á Drangsnesi

Laugardaginn 5. mars verður handverksýning á Drangsnesi. Þar verður margvíslegt handverk Áslaugar Gísladóttur til sýnis, meðal annars skartgripir og prjónavörur og margt annað. Sýningin stendur yfir frá því klukkan 14:00 til 18:00 og verður á veitingastaðnum Malarhorni á Drangsnesi.