22/12/2024

Handverksmarkaðurinn opnar

Handverksmarkaður Strandakúnstar á Hólmavík opnar 10. júní næstkomandi á neðstu hæð Þróunarsetursins. Opið verður alla daga í sumar frá klukkan 14:00-17:00 og verða frávik frá því auglýst nánar síðar. Seljendum er bent á að hafa samband við Ásdísi í síma 694-3306 eða Ingibjörgu í 663-0497. Á markaðinum verður að venju margvíslegt handverk og prjónles sem laghentir Strandamenn hafa framleitt.