22/12/2024

Handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi opnar handverks-, nytja og bókamarkað í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi þann 17. júní kl. 16. Á markaðnum eru margvíslegir handverksmunir, en einnig nytjahlutir s.s. búsáhöld, skrautmunir, fatnaður, skór og bækur. Prjónahorn er á staðnum, kaffi á könnunni og leiksvæði fyrir börnin. Opið verður allar helgar í sumar og á virkum dögum í júlí kl. 13-18. Tekið er við hlutum á nytjamarkaðinn á opnunartíma. Nýir handverksfélagar geta haft samband Sóley s: 895-7763 eða Erlu Björk s: 892-7897.