22/12/2024

Handverksbúð Strandakúnstar opnar 17. júní

Þann 17. júní kl. 14:00 opnar handverksfélagið Strandakúnst handverksmarkað á jarðhæð Þróunarsetursins á Hólmavík (í gömlu Kaupfélagsbúðinni). Opnunartíminn verður frá 14:00-17:00 alla daga í sumar. Allar nánari upplýsingar um markaðinn gefur Ásdís í síma 694-3306. Þeir sem vilja selja handverk á markaðnum eru sömuleiðis hvattir til að hafa samband eða mæta á staðinn.