22/12/2024

Handavinnusýning í félagsheimilinu á Hólmavík 1. maí

645-fondur-iv
Miðvikudaginn 1. maí milli kl. 16 og 18 verður handavinnusýning í aðstöðu félagsstarfs aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur sem og heima fyrir af íbúum Strandabyggðar 60 ára og eldri. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla til að koma og kíka á áhugaverða og skemmtilega sýningu. Meðfylgjandi mynd tók Ingibjörg Valgeirsdóttir í félagsstarfinu síðasta vetur.