Stefán Gíslason umhverfisfræðingur í Borgarnesi og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík stendur á bak við (eða er kannski frekar hlauparinn á bak við) skemmtilegan viðburð á Hamingjudögum í ár. Stefán hyggst hlaupa frá Drangsnesi til Hólmavíkur á laugardagsmorgni, alls um 34,5 km. Stefán og félagar hans og allir sem vilja slást í hópinn leggja af stað frá bryggjunni á Drangsnesi kl. 10:03 á laugardagsmorgni og verða komnir að Klifstúninu á Hólmavík þegar útiskemmtun þar hefst kl. 13:30. Öllum er velkomið að slást í för með þeim alla leiðina eða hluta af henni, en ætlunin er að hlaupa á jöfnum hraða, um 10 km á klukkustund.
Staðsetning: | Tímasetning | km eftir |
Drangsnes (bryggjan) | 10:03 | 34,5 |
Hveravík | 10:42 | 28 |
Vegamót við Bjarnarfjarðarháls | 11:36 | 19,0 |
Selá | 11:56 | 15,6 |
Vegamót í Staðardal | 12:19 | 11,9 |
Grjótá | 12:41 | 8,2 |
Ósá | 13:01 | 4,9 |
Hólmavíkurvegamót | 13:22 | 1,4 |
Hólmavík (Klifstún) | 13:30 | 0,0 |