Á morgun fimmtudag verður haldinn íbúafundur á Hólmavík vegna Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir verða í sumar dagana 29. júní – 2. júlí. Lögð verða fram drög að dagskrá og fjárhagsáætlun fyrir hátíðahöldin og rabbað um hátíðina. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík. Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps stendur fyrir fundinum. Bjarni Ómar Haraldsson mun stjórna hátíðahöldunum í ár, eins og í fyrra.