23/12/2024

Hamingjudansinn

Í dag var fréttamaður strandir.saudfjarsetur.is á ferðinni í Grunnskólanum á Hólmavík og leit við í tjáningartíma hjá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttir. Þar voru þá saman komnir allir nemendur í 6.-10. bekk, alls 40 talsins, og voru að dansa hamingjudansinn við lag Daníel Birgis Bjarnasonar, Á hamingjudögum. Krakkarnir tóku sig svo til og kenndu skólastjórunum Victori og Kristjáni dansinn, en eins og allir vita eru íbúar Strandabyggðar hamingjusamasta fólk í heimi. Fréttamaður strandir.saudfjarsetur.is smellti af meðfylgjandi myndum við þetta tækifæri.

Hamingjudansinn dansaður af innlifun og krafti