22/12/2024

Hamingjudagar komnir á fullt skrið

Hamingjudagar á Hólmavík eru komnir á gott skrið, en um það leyti sem þetta er ritað er að hefjast diskótek í austurhúsi Galdrasafnsins á Hólmavík fyrir 12-16 ára. Tónleikar með Gunnari Þórðarsyni, gönguferð um Kálfanesborgir, varðeldur og brekkusöngur og dansleikur á Café Riis eru líka á dagskránni í kvöld. Þátturinn Helgarútgáfan með Felix Bergssyni á Rás 2 verður sendur beint úr frá Hólmavík á morgun og hefst kl. 8:05, lifandi útvarp á líðandi stund. Dagskrá Hamingjudaga má nálgast undir þessum tengli.