06/01/2025

Hamingjudagar hefjast í dag

Í dag hefjast formlega Hamingjudagar á Hólmavík. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg að vanda og búist er við talsverðu fjölmenni til Hólmavíkur um helgina. Dagskrána er að finna á vefnum www.hamingjudagar.is, en einnig verður dagskrárbæklingi dreift til gesta og gangandi á hátíðinni. Í dag verður m.a. haldinn ratleikur kl. 17:00, ljósmyndasýning verður opnuð í gamla kaupfélagshúsinu, kartbraut opnuð á hafnarsvæðinu og veglegt diskótek haldið fyrir 11-16 ára í Félagsheimilinu. Spurningakeppnin Drekktu betur hefst svo í Bragganum kl. 21:00 og göngugarpar geta rölt um bæinn undir leiðsögn Jóns Alfreðssonar. Lokahnykkurinn er svo lifandi tónlist á Café Riis fram á rauða nótt.