22/12/2024

Hamingjudagar fóru vel fram

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin var um nýliðna helgi fór ljómandi vel fram. Veður var frábærlega gott seinnipart á laugardag og fram á sunnudagsmorgun og nutu menn lífsins í veðurblíðunni lengst fram á nótt eftir að dagskrá lauk á laugardagskvöldið. Margir viðburðir voru ágætlega sóttir. GSM-samband var stopult um helgina og netsamband líka og vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur því ekki verið sérlega virkur síðustu daga, enda nánast ómögulegt að setja myndir inn í fréttakerfið. Enn eru til Hamingjubolir og merki í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík fyrir áhugasama og verða þar fram eftir sumri. Stærðir og litir á merkinu á bolum sem fást ennþá fylgja hér að neðan.

Stærðir þar sem aðeins eitt eintak er til eru merktar með stjörnu:

Með bláu merki: 7-8*, 9-11, 12-13, S, M, L, XL*
Með rauðu merki: 12-13*, S, M, L*, XL*, XXL
Með gulu merki: 7-8*, 9-11, 12-13, S, M, L, XL*, XXL
Með appelsínugulu merki: 5-6*, 9-11*, 12-13, S, M, L