23/12/2024

Hamingjudagar á Hólmavík verða 1.-3. júlí

580-ham-kass1

Skipulagning Hamingjudaga á Hólmavík 2016 er hafin, en hátíðin verður haldin helgina 1.-3. júlí 2016. Markmið hátíðarinnar er að auka samheldni íbúa og gefa brottfluttum, sem og öðrum ferðamönum, tækifæri á að heimsækja staðinn og njóta þess sem um er að vera. Hátíðin er mikilvæg fyrir samstöðu íbúa, þeir vinna að sameiginlegu verkefni sem eflir og bætir samfélagið í heild sinni. Þeir sem vilja leggja eitthvað af mörkum, standa fyrir uppákomu, sýna listir sínar, hafa opið hús eða hvað eina sem fólki dettur í hug eru hvattir til að setja sig í samband við Íris Ósk á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hamingjudagar eru hátíð fólksins og megintilgangur hennar er að sem flestir taki virkan þátt og öðlist með þeim hætti aukna hamingju og hugarró og fyllist af gleði og kærleika.